KONAN... YNDISLEG SKÖPUN

Þegar Guð skapaði KONUNA vann hann seint á sjötta degi þegar engill kom
að og sagði við hann:
„Því að eyða svona miklum tíma í þetta?“

Og Drottinn svaraði „ Hefurðu ekki séð upptalninguna á því sem ég
þarf að gera til að skapa hana?“
“Hún þarf að vera vatnsheld en þó ekki úr plasti, hafa meira en 200
hreyfanlega hluta sem alla þarf að vera hægt að skipta um og hún
þarf að geta framleitt hvaða mat sem er, hún þarf að geta faðmað
mörg börn í einu og gefið faðmlag sem eitt og sér læknar allt frá
skrámu til ástarsorgar.
Þetta allt þarf hún að gera og það með aðeins tvær hendur“
Engillinn varð mjög hrifinn og sagði:

“Bara tvær hendur…það er ómögulegt!“
„Og þetta er bara venjulegt eintak?!“

“Þetta er allt of mikil vinna sem þú klárar ekki í dag, geymdu þetta
þangað til á morgun og kláraðu hana þá“
“Það geri ég ekki“ svaraði Drottinn. “Ég er svo nálægt því að
fullgera þetta sköpunarverk sem mun eiga séstakann stað í hjarta
mér.
Hún læknar sig sjálf þegar hún veikist og hún getur unnið 18 tíma á
dag”.

Engillinn kom nú nær og snerti KONUNA
“En þú hefur gert hana svo mjúka Drottinn“ sagði hann svo. “Hún er
mjúk”, svaraði Drottinn, “En ég hef einnig gert hana sterka því þú
getur ekki ímyndað þér hvað hún þarf að ganga í gegn um og þola.“

“Getur hún hugsað?” spurði engillinn.
Drottinn svaraði:
“Hún getur ekki aðeins hugsað heldur einnig rökrætt og staðið í
samningum.”
Engillinn snerti vanga MINN
“Drottinn, það lítur út fyrir að sköpunarverkið leki! Þú hlýtur að
hafa lagt of miklar byrðar á hana.”
“Hún lekur ekki….þetta er tár” leiðrétti Drottinn

“Til hvers er það?” spurði engillinn.
Drottinn svaraði:
“Tárin eru hennar leið til að láta í ljós sorg sína, efa sinn, ást
sína, einsemd sína, þjáningu sína og stolt sitt.”

Þetta hafði mikil áhrif á Engillinn sem sagði „Drottinn þú ert
snillingur!
Þú hefur hugsað fyrir öllu. Þessi kona er stórkostleg!”
Hún berst fyrir því sem hún trúir á.
Hún berst við ranglæti. Hún tekur ekki „nei“ sem gilt svar þegar hún
sér betri lausn.
Hún gefur sjálfa sig svo fjölskyldan geti dafnað. Hún fer með vini
sína til læknis ef hún óttast um þá.

Ást hennar er skilyrðislaus.
Hún grætur þegar börnin hennar eru sigursæl. Hún er glöð þegar vinum
hennar gengur vel. Hún gleðst þegar hún heyrir af barnsfæðingum og
brúðkaupum.
Hjarta hennar brestur þegar ættingi eða vinur fellur frá.
En hún finnur styrk til þess að takast áfram á við lífið.
Hún veit að faðmlag og kossar geta læknað brostið hjarta.
Það er aðeins einn galli á henni, sagði Drottinn að lokum:
Hún gleymir því hversu stórkostleg hún er......................

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Já, vissulega eruð þið flestar hvílík meistarastykki, þó inn á milli finnist eitt og eitt mánudagseintak.

Brjánn Guðjónsson, 4.12.2007 kl. 15:59

2 identicon

sæl frænka mín :0)

Langaði bara að kvitta þar sem ég fann bloggið þitt.Ég er búin að hlusta á lagið og djöfull er þetta flott hjá þér stelpa ;)

kær kveðja og hafðu það gott elskan

Þín frænka

Jóna frænka (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 09:32

3 identicon

JÁ,  að gleyma    getur reynst afdrifaríkt.

 GÓÐ frásögn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 09:32

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þú veist að sá sem eignast konu eignast náðargjöf! Trúlega er konan mesta meistarastykki Guðs en allt of lítislvirt meðal karla. 

kær kveðja

Snorri í Betel 

Snorri Óskarsson, 8.12.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband