9.11.2007 | 15:16
so true.....
Jæja þá er næstum kominn helgi.. En áður en ég segi góða helgi langar mig að segja ykkur smá sögu.. Þessi saga fékk mig til þess að hugsa spurning að ykkur finnst hún jafn spes og mér fannst hún...
Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur skammaði 3 ára gamla dóttur sína fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír í að skreyta lítinn kassa eða box sem hún setti undir jólatréð. Það var lítið til af peningum og hann sá eftir þeim í óþarfa að honum fannst. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið þegar þau voru að útdeila gjöfunum og sagði: "Þetta er handa þér pabbi".
Við það skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögðin deginum áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig á því að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði: "Veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum box, þá á einhver gjöf að vera í því?"
Litla stúlkan leit upp til pabba síns með tárin í augunum og sagði: "Ó pabbi, en boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara handa þér pabbi."
Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrirgefa sér.
Sagan segir að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést og hún fór í gegnum eigur hans hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans. Þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hafði gefið honum og sett í boxið.
life is like a box of chocolate... You never know what your gonna get.....
svona smá sannleikskorn fyrir helgina.....
Athugasemdir
Vá hvað þetta er góð saga og MJÖG gott umhugsunarefni fyrir alla. Takk takk fyrir mig :-)
Guðný M, 9.11.2007 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.